23.05.1932
Efri deild: 81. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 546 í B-deild Alþingistíðinda. (169)

1. mál, fjárlög 1933

Jón Þorláksson:

Ég vildi lýsa því áður en til atkvgr. verður gengið, að í tekjubálki þessa frv. er m. a. gert ráð fyrir tekjum af verðtolli, 1100000 kr., en engin löggjöf hefir enn verið samþ., er heimili að leggja þennan verðtoll á það ár, sem fjárlfrv. þetta á að gilda fyrir, en það er árið 1933. Einnig eru á öðrum tekjuliðum þessa frv. upphæðir, sem ekki geta staðizt, meðan þau tekjuaukafrv., sem þær hvíla á, ekki liggja samþ. fyrir. Ég vil því endurtaka þá yfirlýsingu, er ég hefi áður gert f. h. okkar sjálfstæðismanna, að við munum ekki sjá okkur fært að greiða atkv. með þessu frv. meðan svo stendur, að ekki eru til lagaheimildir fyrir allverulegum upphæðum af þeim tekjum, sem frv. gerir ráð fyrir.