31.03.1932
Neðri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1884 í B-deild Alþingistíðinda. (2004)

215. mál, millisíld úr búi Síldareinkasölu Íslands

Flm. (Guðbrandur Ísberg):

Ég vil ekki líta á andvirði þeirrar síldar, sem send var með „Íslandi“ sem tilheyrandi þrotabúi síldareinkasölunnar, sökum þess að það var ekki greitt inn fyrr en búið var að taka bú einkasölunnar til skiptameðferðar. Og að því er þessar 9 þús. kr. snertir, eftirstöðvarnar af andvirði áður seldrar millisíldar, þá sé ég ekki, að þær þurfi að lenda í búinu, þar sem búið mun hafa verið að greiða þær inn á reikninga síldareigenda í banka. Krafa millisíldareigenda er því eigi forgangskrafa, heldur krafa um afhendingu verðmæta, sem að óþörfu voru dregin inn í bú síldareinkasölunnar.