14.05.1932
Efri deild: 75. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1887 í B-deild Alþingistíðinda. (2019)

215. mál, millisíld úr búi Síldareinkasölu Íslands

Frsm. (Einar Árnason):

Ég skal ekki eyða í það miklum tíma til tala um málið, enda virðast hér vera svo fáir menn í d., að þýðingarlaust sé að fara nákvæmlega út í það.

Samkv. frv. er stj. heimilt að greiða úr biti síldareinkasölunnar andvirði millisíldar frá sölu einkasölunnar síðastl. haust. Stendur svo á um þetta, að millisíld hefir alltaf verið sem sérstök eign í einkasölunni. Þeir, sem aflað hafa, hafa alltaf fengið andvirðið greitt jafnóðum og selzt hefir. Svo voru sett um þetta ný ákvæði síðasta haust. Þeir, sem aflað höfðu og fengið einkasölunni millisíld, áður en l. voru gefin út, fengu hana greidda. En þegar l. voru gefin út, munu hafa verið um 500 tunnur í vörzlum einkasölunnar, og gekk andvirði þeirrar síldar til hennar. Virðist það vera ósanngjarnt að láta þessa menn tapa fénu, af því að þeir voru svo óheppnir að vera ekki búnir að afhenda síldina áður en lögin gengu í gildi. Hér er um að ræða 20 þús. kr. virði, og í frv. er gert ráð fyrir, að þessum mönnum verði greitt þetta og felld niður jafnmikil upphæð af forgangskröfum ríkissjóðs í bú síldareinkasölunnar.

Sjútvn. hefir haft frv. til athugunar og telur það sanngirnismal og leggur til, að það verði samþ. óbreytt.