30.04.1932
Neðri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1908 í B-deild Alþingistíðinda. (2088)

555. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég sé, að hv. þm. Vestm. hefir ekki rannsakað þetta mál til hlítar. Eftir þeim upplýsingum, er hann gaf, þá borgar Vestmannaeyjabær 30% dýrtíðaruppbót. Nú borgar ríkið 27%. Verður því útgjaldaaukinn 3%, eða samtals 500 kr. á þá 12 kennara, sem þar eru, svo að ég get ekki trúað, að Vestmannaeyjabær þurfi að skera niður á öðrum sviðum, þó að þessar 500 kr. komi á hann. En ég býst við, að hv. þm. Vestm. hafi búizt við, að þetta væri meira en það er. Ég vil líka benda á, að gagnfræðaskólar falla ekki hér undir. Gagnfræðaskólakennarar eru skipaðir af ríkisstj. þó að skólarnir að öðru leyti séu í höndum bæjar- og sveitarfélaga.