10.05.1932
Neðri deild: 71. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1940 í B-deild Alþingistíðinda. (2156)

528. mál, reksrarlán fyrir Útvegsbanka Íslands h/f

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Þetta mál er nokkuð skylt því, sem var afgr. hér síðast, en þó ekki að öllu leyti sambærilegt.

Eins og sest á nál. fjhn. á þskj. 660, mælir n. einnig með því, að þetta frv. verði samþ., með lítilsháttar breytingum, samskonar og gerðar voru við hitt frv.

Þetta frv. fer fram á, að ríkisstj. sé heimilt f. h. ríkissjóðs, að ábyrgjast til eins árs rekstrarlán fyrir Útvegsbanka Íslands. Þetta er ekki fyrst og fremst öryggisráðstöfun, eins og hitt frv., heldur til þess að fullnægja brýnni rekstrarfjárþörf sjávarútvegsins, sem er fyrirsjáanleg, og verði henni ekki fullnægt, hlýtur að leiða af því tjón, eins og vikið er að í upphafi nál., og leyfi ég mér að vísa til þess um það atriði. Um leið og n. mælir með frv. leggur hún áherzlu á viss atriði, sem snerta málið.

Það er þá fyrst og fremst, að áður en lánið er tekið, sé það fyrirfram algerlega tryggt, að það gangi ekki til þess að greiða eldri skuldir eða skuldbindingar bankans, heldur verði því varið eftir tilætluninni, eingöngu til að fullnægja brynni rekstrárfjárþörf.

Annað atriði, sem n. vill vekja athygli á og leggja áherzlu á, er það, að farið verði alveg sérstaklega gætilega með þetta rekstrarfé, svo að eigi þurfi að óttast, að það festist á óeðlilegan hátt eða jafnvel tapist algerlega í atvinnurekstrinum, eins og dæmin sýna, að átt hefir sér stað um rekstrarlán áður.

Þriðja atriðið, sem ég f. h. n. vil benda á, er það, að samkv. grg. frv. er sú rekstrarfjárþörf, sem ætlað er að sé, ekki fullkomlega eins þá eins og hámark heimildarinnar er, og þá vill n. benda á það, að heimildin sé ekki notuð að meiru leyti en brýn rekstrarfjárþörf krefur, og taldi, að í sama stað mætti koma, ef á þetta væri sérstaklega bent. Ég verð þó að geta þess, að einstöku nm. þótti þetta ekki fullkomlega nægilegt, og þeirra ósk var, að heimildin væri lækkuð, a. m. k. í samráði við það, sem hún er metin í grg. frv. Var það einkum hv. 1. þm. Skagf., sem þessu hélt fram í n., en n. í heild leit svo á, að þegar glöggt væri bent á þetta, ætti það að koma í sama stað og tryggja, að lánsheimildin yrði ekki notuð fram yfir brýnustu þörf.

Þá er enn eitt atriði, sem ég vil leyfa mér að vekja athygli á og kemur fram í síðustu málsgr. nál., að n. telur í raun og veru þýðingarlaust að samþ. þessa heimild, nema því aðeins, að skapleg afgreiðsla verði á fjármálunum á þessu þingi, en því þarf ekki að lýsa, að það hefir þótt vofa yfir, að misbrestur yrði á því. Og ef svo yrði, þá sjáum við ekki heldur ástæðu til að samþ. þessa heimild. En þó að frv. yrði samþ., má það í sjálfu sér meinlaust teljast, en undir slíkum kringumstæðum ætlast n. ekki til, að heimildin verði notuð. Þess skal getið, að einum nm. þótti ekki nógu ríkt að orði kveðið í nál. um þetta og óskaði helzt að gera brtt. við frv., sem tæki þetta fram. Það var einkum hv. 1. þm. Eyf., sem þessu hélt fram í n., og óskaði hann, að þessa yrði getið hér við framsögu málsins.

Loks er þess að geta, að n. vill hvað þetta frv. snertir, eins og hitt, um ábyrgð fyrir Landsbankann, miða afstöðu sína til málsins einungis við erfiðleika yfirstandandi tíma. Þykir því ekki ástæða til að veita hér almenna heimild, sem nota mætti til frambúðar an þess að leita samþykkis þingsins. Hefir n. því borið fram brtt. alveg samkynja þeirri, sem samþ. var við hitt frv., sem nýlega var afgr. héðan.