11.05.1932
Neðri deild: 72. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2043 í B-deild Alþingistíðinda. (2302)

466. mál, síldarbræðsluverksmiðja á Austurlandi

Haraldur Guðmundsson:

Það er vitaskuld alveg rétt hjá hv. þm. Vestm., að það, að erlendum manni er leyft að leggja hér síld á land og verka hana, brýtur algerlega í bága við fiskveðalöggjöfina. En einmitt vegna þess að ég vissi, að undanþága sú, sem hér er farið fram á, var ekki heimil samkv. gildandi lögum, þá hefi ég tekið þá aðferð að flytja till. í frv.formi um að veita þessa heimild. Þar sem svo stendur á sem á Seyðisfirði, að innlendir menn treysta sér ekki til að fullnægja þeirri atvinnuþörf, sem er í bænum, þá sýnist það vera hróplegt ranglæti gagnvart bæjarbúum að meina útlendingum að efna þar til atvinnurekstrar. Hinsvegar er það rétt, ef hér væri um verulega mikið af síld að ræða, að þá gætu áhrifin orðið þau, að verð á íslenzkri síld lækkað, og því dugir ekki að veita slíka heimild sem hér er farið fram á í mjög stórum stíl. hér er hugmyndin aðeins að fá heimild til þess að útlendingar megi leggja upp síld sem svarar 10 þús. tn., og það fullyrði ég, að er svo lítið, að það getur engin áhrif haft á verðlag á íslenzkri síld. Sú hætta, sem sumir hv. þm. hugsa sér í sambandi við þessa heimild, var mjög ýkt af hv. þm. Vestm. hér mundi ekki verða að ræða um önnur erlend síldarskip en þau, er hefðu veitt hér við land hvort sem var og saltað utan landhelgi sinn afla, en þeirra samkeppni getur nú einmitt verið sú allra hættulegasta, sérstaklega þegar viðrar eins og síðastl. sumar. sé aftur á móti stirt veðurfar, þá er samkeppni þeirra ekki eins hættuleg. Nú sem stendur getur hvorugur okkar um það spað, hvernig viðra muni næsta sumar, með það rennum við báðir jafnblint í sjóinn, en annars hygg ég, að hv. þm. fallist á, að 10 þús. tunnur af síld sé ekki hættuleg viðbót við íslenzka síldarframleiðslu. Ég get verið sammala hv. þm. um það, að nauðsynlegt sé að endurskoða fiskveiðalöggjöfina, en þar sem nú er orðið svo áliðið þings, þýðir ekki um að að ræða, því ekki er tækifæri lengur til að breyta lögunum á þessu þingi, en það er alveg eins hægt að samþ. þessa heimild fyrir því, þar sem henni er aðeins ætlað að gilda eitt sumar.