25.04.1932
Efri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2342 í B-deild Alþingistíðinda. (2685)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Jón Þorláksson [óyfirl.):

Hv. 2. þm. Eyf. hefir ekki minnstu stoð fyrir þeim ummælum sínum, að ég hafi ekki meint neitt með yfirlýsingu minni. Hún vek ekki að neinu leyti að væntanlegum brtt. við frv., heldur átti hún einungis við meðferð málsins í heild og afstöðu okkar til þess. Og þó ég hafi ekki gefið neina yfirlýsingu viðvíkjandi brtt., sem ég hefi ekki séð og ekki eru fram komnar, þá hefir hv. þm. engan rétt til þess að segja, að ég hafi ekkert meint með þeirri yfirlýsingu, sem ég gaf. Ég meinti það, sem ég sagði, að Sjálfstæðsfl. hefir ekki tekið aðra afstöðu til þessa máls en þá, sem fram mun koma við atkvgr. um það hér í hv. d., og sú afstaða er háð meðferð á öðru máli í þinginu. Um afstöðu okkar til brtt. gildir það sama og um afstöðu okkar til frv. í heild og þeirra einstöku atriða, sem í því eru nú, sem eru, eins og ég sagði áðan, ákaflega ósamstæð.