14.03.1932
Neðri deild: 28. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 471 í C-deild Alþingistíðinda. (3394)

92. mál, kartöflukjallarar og markaðsskálar

Pétur Ottesen:

Ég vil aðeins benda hv. flm. brtt.a, að sú töluvert mikilvæga breyt., sem hann gerir á þessu frv., er eins og hv. þm. Mýr. hefir bent á, til mikils spillis og trafala fyrir framgang þessa máls. í 1. brtt. hans er ekki ætlazt til, að heimild fyrir ríkisstj. til þess að selja markaðsskálann nái lengra en það, að stj. sé aðeins heimilt að selja hann samvinnufél. garðmetisframleiðenda. En í 5. gr. frv. stendur — og er það í fullu samræmi við ákvæði 2. gr. —, að selja megi skálann samlagi eða samvinnufélagi kartöfluframleiðenda og þeirra, er verzla með innlendar kartöflur.

Ef hv. 1. þm. N.-M. ætlar nú að fara að bera fram brtt. við sínar fyrri brtt., í þeim tilgangi að færa þetta í samræmi við ákvæði frv., leiðir það af sjálfu sér, að hann verður einnig að breyta brtt. sinni við 2. gr., sem hann ætlar að láta koma í stað 2. gr. frv. En annars skilst mér, að úr því að hv. þm. er n. sammála um höfuðatriði frv., þá sé það, sem á milli ber, svo smávægilegt, að hann ætti alls ekki að halda þeirri breyt. til streitu. Það er mjög misráðið að vilja útiloka þá menn frá því að nota markaðsskálann, sem verzla með íslenzkar kartöflur an þess að hafa jafnframt með höndum framleiðslu á þeim, og hefir hv. þm. Mýr. bent rækilega á það, hversu mikilvægt framkvæmdaratriði það sé, að þessir menn hafi einnig aðgang að kartöflukjallaranum og markaðsskála.

Mér finnst því, að þar sem hv. 1. þm. N.-M. er landbn. sammála um höfuðatriði þessa máls, þá ætti hann að taka aftur þessar brtt. sínar, því þær miða að því að draga úr notum og gagnsemi frv.