07.05.1932
Efri deild: 69. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 799 í C-deild Alþingistíðinda. (3774)

15. mál, fimmtardómur

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ég varð að hætta við að svara hv. 4. landsk. við 2. umr., sökum þess, hvernig vinnubrögðum var háttað deildinni. Vil ég því nú víkja að honum nokkrum orðum.

Hann sagði, að ég hefði gefið skyn, að hinn æðsti dómstóll ætti að dæma eftir almenningsálitinu. Þetta er nú sú meðferð á sannleikanum, sem nokkuð kvað tíðkast í málafærslu. Ég sagði, að óhugsanlegt væri, að dómstóll gæti dæmt til lengdar þvert ofan réttarmeðvitund almennings. Ef dómstóllinn fellir dóma andstætt réttlætistilfinningu borgaranna lengi og þrálátt, þá breytir þjóðin dómnum. Í stjskr. gert ráð fyrir þessu, um leið og gert er ráð fyrir, að hægt sé að láta dómara fara frá, að vísu með launum, ef mikil breyt, er gerð á dómnum. Auðvitað er ekki hægt að dæma svo öllum líki, en munur er á, hvort orkar tvímælis almennings um fáa dóma eða marga.

Hv. 2. þm. Árn. tók það skýrt fram, án hæstaréttardómararnir myndu allir tilheyra sama stjórnmálaflokki. Ég ætla ekkert að segja um þetta, en ég vil benda á, að sá maður, sem þetta sagði, mun vera elzti maður deildarinnr, er einn af elztu og reyndustu dómurum landsins og nauðþekkir alla dómara hæstaréttar.

Hann sat á þingi 1919, þegar lögin voru. sett. Vitnisburður hans er því þungur á metunum, enda hefir sú raunin orðið á, að hv. 4. landsk. hefir ekki treyst sér til að mæla móti því með rökum, sem hann sagði. — Ég hafði orðað mína skoðun nokkuð öðruvísi. Ég taldi skipulagi dómsins vera ábótavant, og e. t. v. vinnubrögðum hans líka. Ég nefndi það sem dæmi, að hæstiréttur hefði ómerkt dóm undirréttar í bæjarfógetamálinu, vegna þess að hinn reglulegi dómari vék sæti, af því að hann hafði um mörg ár verið starfsmaður bæjarfógetans. Hæstaréttardómararnir sáu hinsvegar ekki ástæðu til að víkja, þótt þeir væru gamlir vinir, skólabræður og flokksbræður sakbornings. Þessu var veitt eftirtekt af borgurum landsins og það því fremur sem niðurstaða dómsins varð ákaflega véfengd af landsmönnum yfirleitt.

Hv. þm. vildi vefengja, að það væri rétt, að hæstiréttur hefði skipt um skoðun frá því hann sýknaði Björn Kristjánsson af skaðabótakröfu S. Í. S. og þar til hann dæmdi ritstjóra Tímans sekan. Nú ætla ég að lesa upp það, sem hæstiréttur segir sjálfur. Björn hafði ákært S. Í. S. og kallað það svikafyrirtæki, svikara þá, er að því störfuðu, að þeir störfuðu í illum tilgangi o. s frv. Um þetta segir hæstiréttur, með leyfi hæstv. forseta: „Það hefir ekki veri sannað eða gert sennilegt, að hin átöldu ummæli hafi bakað áfrýjanda tjón, og verður skaðabótakrafa því ekki tekin til greina“.

Í þessu tilfelli er grundvöllurinn sá, að ekki skipti annað máli um niðurstöðuna en það, hvort tjónið hafi verið sannað eða ekki.

Svo líður eitt ár. Garðar Gíslason fer þá í mál við ritstjóra Tímans út úr greinum, sem þar höfðu birzt um hrossaverlzun hans. Hann heimtaði 25 þús. kr. skaðabætur. Undirdómarinn, Jóhannes Jóhannesson, dæmi honum það allt. Þegar málið kom fyrir hæstarétt varði núv. hv. 4. landsk. það fyrir ritstjóra Tímans. Hann var þá duglegur málafærslumaður fyrir gott mál, eins og hann er nú fyrir vont mál, og honum tókst að sanna, að skaðabóakrafa Garðars var byggð á tómri vitleysu. Um þetta segir í hæstaréttur:

„Það verður að telja upplýst, að tap stefnda á hrossaverzluninni 1924 sé aðallega af öðrum rökum runnið en hinum átöldu blaðagreinum“.

Þarna segir dómurinn það sama og í hinu málinu, að það sé ekki sannað, að stefndur hafi neitt tjón hlotið af greinunum. Hann segir m. a., að það sé „upplýst“, að tjón hans stafi ekki af þeim. En það verður samt dálítið annað uppi á teningnum. Hæstiréttur bætir við:

„Að því hinsvegar athuguðu, að verzlun með hross og aðrar landbúnðarafurðir er og var, þegar framangreind meiðyrði og móðgunaryrði birtust, einn þáttur í atvinnurekstri stefnda, og ummælin eru til þess fallin að spilla áliti hans sem kaupmanns og fæla menn frá viðskiptum við hann, og að stefndi ennfremur hefir undir rekstri málsins gert það sennilegt, að þau hafi spillt atvinnu hans, ber að dæma áfrýjanda til þess að greiða stefnda skaðabætur, er eftir málavöxtum þykja hæfilega ákveðnar 5000 kr“.

Fyrst er að athuga það réttaröryggi, sem felst í þessum tveim dómum. Í síðara skiptið dæmir undirdómarinn í 25 þús. kr. sekt. Það var nokkurskonar féránsdómur og alveg nægilegur eins og á stóð til að eyðileggja pólitískan andstæðing. Síðan sannar hv. 4. landsk., að þetta er ekki á neinu viti byggt, kaupmaðurinn hafi engan skaða beðið. En þá gleymir hæstiréttur því, að það þarf að sanna, að tjón hafi af hlotizt, ef skaðabætur á að veita. Hann segir, að það sé sannað, að kaupmaðurinn hafi ekki beðið skaða eins og hann sjálfur segi frá. En ef til vill hafi hann skaðazt að öðru leyti og kunni að skaðast í framtíðinni! En þá gat sannarlega skeð, að S. Í. S. tapaði í framtíðinni á niðrandi dómum B. Kr. um starfsmenn þess. Árið áður þurfti að fram sannanir fyrir tjóni, nú þurfti ekki einu sinni að færa líkur fyrir því.

Þetta ósamræmi milli þessara tveggja dóma er öllum lagamönnum kunnugt, og það hefir ekki fyrr verið reyt að verja öðruvísi en sem skoðanaskipti réttarins. En það var dálítið óheppilegt og mun e. t. v. styðja skoðun hv. 2. þm. Árn., að skoðun réttarins varð í báðum tilfellum íhaldsflokknum til framdráttar.

Ég mun ekki eyða miklum tíma til að tala um það, sem hv. 4. landsk. sagði um galdrabrennurnar og krossfestingu Jesú Krists. Þau dæmi sýna helzt, hvað dómstólarnir eru yfirleitt ófullkomnir. Hv. þm. veit sjálfsagt, að galdradómarnir voru uppkveðnir að lögum. Galdrabrennurnar svona því allt annað en það, sem hv. 4. landsk. ætlast til. Þær sýna, að dómar almennings og dómstóla geta verið misjafnlega viturlegir. Þarna voru ranglát lög framkvæmd af mönnum, sem ekkert gerðu til þess að leiðrétta þau og laga. Því varð þessi sorglega niðurstaða.

Að því er snertir sjálfan frelsarann, þá fullyrða fræðimenn í trúarbragðasögu, að dauðadómur hans hafi verið í samræmi við landslög. Það hefir sjálfsagt verið miklu sterkari dómur en umræddur hæstaréttardómur frá 1926. Hitt er annað mál, að löggjöf Gyðinga og dómsframkvæmd í þessu efni hefir ekki fengið meðhald kristinna þjóða.

Þá minntist hv. 4. landsk. á lögfræðingafund, er hér hafði verið haldinn 1927, og taldi, að hann hefði valdið því, að tekin var upp viðleitni til að bæta fangelsin. Það getur vel verið, að þessi fundur hafi samþ. eitthvað í þessa átt og meira að segja sent það í stjórnarráðið, þó ég hafi aldrei séð það. En ef hv. þm. hefir séð hópmynd þá, sem til er af fundinum, þá mun hann varla lá mér það, þó ég færi ekki mikið eftir till. þeim, sem þar komu fram. — Það er áreiðanlega ekki lögfræðingafundinum að þakka, að hafizt var handa í fangelsismálunum. Og ef hann vill fletta upp í Alþt. frá 1928, þá getur hann séð, hvernig flokksmenn hans og ekki sízt lögfræðingarnir, tóku í það að byggja viðbótarfangelsi. Þegar íhaldið sleppti völdum, þá var svo ástatt, að tveir árgangar fanga höfðu ekki afplánað refsingu sína, vegna þess að fangelsið var of lítið og of slæmt, svo sumir þoldu það ekki. Það hefði mátt búast við því, að hæstaréttardómararnir, sem unnu daglega í sama húsinu, hefðu séð hið auma ástand fanganna og látið til sín taka, um umbætur. Til þess þurftu þeir ekki neitt að blanda sér í pólitík. En þeir gerðu það ekki, vitanlega af því að þeir hafa ekki haft gáfur, þekkingu eða það rétta hugarfar, sem þurfti til að sjá ástand þessara smælingja.

Hv. þm. sagði, að verið væri að ráðast á hæstarétt. Ég býst við, að hann kalli það t. d. áras, þegar hv. 2. þm. Árn. heldur því fram, að ráðh. sá, er fyrstur veitti embættin í réttinum, hafi sett þangað flokksbræður sína. En nú vil ég benda á það, að hvenær, sem íhaldinu hefir líkað illa dómur, það hefir það ekki aðeins gagnrýnt hann, heldur gengið lengra. Hv. þm. kannast við hið stórkostlega svikamál í Ísafjarðarsýslu við næstsíðustu kosningar. Til að rannsaka það mál var fenginn maður, sem Íhaldsflokkurinn ætlaði að hafa í framboði vorið áður móti hæstv. forsrh. Þegar það kemur í ljós, að þessi maður ætlar að rannsaka málið kröftuglega og rannsóknin ætlar að leiða til óþæginda fyrir flokkinn, þá er hafin látlaus áras á rannsóknardómarann í íhaldsblöðunum. Ég man sérstaklega eftir einu tbl. af Mbl. Rannsóknardómarinn á aldraða móður í Borgarnesi, og fólk hennar forðaði henni frá að sjá það blað, til að særa hana ekki með svívirðingum þeim, er þar var hrúgað saman um son hennar. Litlu síðar er í Bolungavík dregið saman lið til að gera aðsúg að rannsóknardómaranum og hrekja hann úr þorpinu. Þetta athæfi virti hæstiréttur á 100 kr. til sektar. Svo lítið mat hann friðhelgi dómara við skyldustörf sín. — Þá þarf ekki að minna á árásir þær, sem hv. (þm. Barð. varð fyrir frá gjörvöllum íhaldsflokknum, þegar hann var að rannsaka bæjarfógetamálið, og var þó ekki sök hans önnur en sú, að hann gerði skyldu sína. — Enn hefir það sézt, að það er ekki heldur hlífzt við, þegar hæstiréttur er ekki flokksdómur til að aðstoða sinn flokk. Til þess þó, að það sæist, að það væru ekki bara undirdómararnir, sem væru ofsóttir, ef þeir störfuðu ekki eftir ströngustu flokksfyrirskriftum, þá er þess skemmst að minnast, að einn úr miðstj. flokksins, Sig. Eggerz, hefir nýlega gefið út bók, sem er hin grófasta áras á hæstarétt, sem sézt hefir. Þar ræðst hann á tvo dómendur réttarins, einkum prófessor Einar Arnórsson, líkir honum við sjálfan fjandann með horn og klaufir, þar sem hann kemur með rýting í hendi og vegur aftan að flokksbróður sínum. Á öðrum stað er ráðizt á hann og próf. Ólaf Lárusson og talað um, að stj. muni hafa haft áhrif á þá: þeir séu henni háðir, af því að þeir vinni fyrir hana. Nú er þar ekki um annað að ræða en að annar þeirra hefir rannsakað Grænlandsmálið, og reyndar gert það fyrir þingið, en hinn hefir samið nokkur frv. fyrir stj. Hvorugur er að neinu leyti háður stj. Hér er aðeins um að ræða löngun til að ráðast á dómarana og bera þeim á brýn lágar hvatir.

Það er því sýnt, að aldrei hefir nokkur stjórnmálaflokkur ofsótt dómara meir. en flokkur hv. 4. landsk., og mætti nefna. fleiri dæmi þess.

Þá kem ég að ræðum hv. 1. landsk., bæði þeirri, sem hann hélt hér í dag, og einu eða tveimur atriðum úr þeirri ræðu, er hann hélt hér við síðustu umr.

Hann hélt því fram, að ástæðan til þess, að ég væri að vinna að þessari breyt., væri sú, að ég hefði tapað máli fyrir hæstarétti. Það er nú að vísu ekki rétt. En landið hefir, eins og gengur, bæði unnið og tapað málum, meðan ég hefi setið í stjórn; en þau hafa hvorki komið sérstaklega nærri mér né mínum nánustu, eins og t. d. þegar bæjarfógetinn í Rvík dró sér vextina. Það var almennt mál, er engin stj., sem vildi gæta skyldu sinnar, gat gengið framhjá. Eins er með hæstarétt. Hann hefir form, sem ekki er heppilegt, og því þarf að breyta. Það er unnið að því eins og hverju öðru almennu landsmáli, og því er fylgzt með því úti á landsbyggðinni. Þjóðin heimtar, að um það mál sé rætt fræðilega og án tillits til „persónupats“.

Þá var hv. þm. ekki vel við það, sem ég og hv. 2. þm. Árn. sagði um fordæmin fyrir því að taka dómstólinn undan l. skrifstofu og leggja hann undir fjármála- eða atvinnumálaskrifstofurnar. Ég get vel skilið, að hv. þm. sé ekki vel við að minnast á umbrot þau, er urðu, þegar Björn Kristjánsson varð fjmrh. Þegar áðherrar urðu þrír varð auðvitað að skipta málunum eðlilega milli þeirra. Áður, meðan ráðh. var einn, gerði það ekki svo mikið til, hvaða skrifstofu hvert mál heyrði undir. En það var öllum ljóst, að bankarnir áttu að fylgja fjármáladeildinni. Það heimtaði Björn Kristjánsson, en Jón Magnússon gat þá ekki orðið við því, vegna þess að hann varð að beygja sig fyrir kröfum Íslandsbanka, sem ekki vildi standa undir bankastjóra hins bankans, er hafði verið honum töluvert harðsnúinn andstæðingur. Þess vegna fékk Björn Kristjánsson ekki bankamálin undir sína deild, þó að þau ættu þar að vera, heldur voru þau látin heyra undir Sigurð heit. Jónsson. Var gengið út frá því, og það alveg réttilega, að hann myndi ekki vera neinn hatursmaður Íslandsbanka. En þessi málaflutningur milli deilda hafði síðar aðrar og óþægilegar afleiðingar. Það var þegar þau voru aftur flutt frá atvmrn. og látin heyra undir forsrh., til þess að hann gæti sjálfur veitt sér stöðuna.

Ég hygg, að við þessi atvik séu bundnar óþægilegar endurminningar fyrir hv. l. landsk. Hann hafði á sama tíma ætlað að taka við stjórn landsins. þótt ekki yrði þá úr því, að hann hefði forustu hennar. Var hann búinn að ákveða að skipa mann, er lengi hafði dvalið erlendis, í bankatstjórastöðuna. Maðurinn flutti heim, en lítið varð úr efndum við hann. Hv. 1. landsk. hafði ekki gert ráð fyrir þessum klókindum hjá Sigurði Eggerz, og áfelli ég hann ekki fyrir það. Ég álít það frekar bera vott um göfugan hugsunarhátt en hitt, að ætla ekki neinum forsrh. svo lágar hvatir, að hann rugli verkaskiptingu vegna eigin persónulegra hagsmuna. Þetta er eitthvert allra leiðinlegasta atvik, sem komið hefir fyrir síðan íslenzk stj. var flutt inn í landið, og var alls ekki gert í þjónustu réttlætisins.

Um leið og en lýk máli mínu um þetta sögulega atriði, skal ég minna á það, sem hv. 1. landsk. sagði um till. hv. 3. landsk., og hann vitanlega meinti enn ákveðnar en hann sagði það, að þessi leið, sem með till. væri farin, væri fordæmanleg og gæti ekki réttlætzt af öðru en því, að henni væri stefnt gegn ákveðnum manni. Það væri hið sama og ef t.d. Flóaáveitan væri lögð undir kennslumálaráðh. Hv. 4. landsk. afsakaði till. með því einu, að af henni leiddi frá hans flokki séð, bráðabirgðahagræði fyrir augnablikið, að forsrh., en ekki ég færi með þessa veitingu. Þetta kom glögglega fram hjá hv. 4. landsk. Ég vil nú henda á, að með þessu er í raun og veru verið að ráðast að forsrh., án þess að hann hafi nokkuð til þess unnið. Hann hefir ekkert gert til að fá þetta vald í sínar hendur og sízt, eins og Sig. Eggerz, óskað eftir því, enda er slík eiginhagsmunabarátta ekki honum að skapi. Þegar á það er litið, að það er íhaldið, sem styður þessa till., þá sest, að hér er um árás á forsrh. að ræða. Íhaldið vill engar umbætur á neinu sviði. Það vill engar umbætur í dómsmálum, fangelsum, tollmálum, lögreglumálum, og þá ekki heldur á æðsta dómstól landsins. Það vill hafa allt slíkt á sem allra lægstu stigi. Þegar þessi stefna þess er lögð til grundvallar og það segist heldur vilja, að forsrh. fari með þessi mál en að dómsmrh. geri það, þá er verið að kasta alveg óverðskulduðum skugga á forsrh. Ósk þeirra eftir þessari skiptingu og fylgi þeirra vi till. um hana hlýtur að byggjast á því einu, að þeir treysti því, að hæstv. forsrh. geri frekar að vilja þeirra, er engar umbætur vilja. Ég þykist vita, að hv. 3. landsk. meinti ekki þetta. Hann segir, að fyrir sér vaki það eitt, að um skipulagsatriði sé að ræða, er verði til frambúðar. En íhaldsmennirnir líta á þetta sem ákvæði til bráðabirgða og ljá því fylgi sitt af þeirri ástæðu. En þetta er, eins og ég sagði, ómakleg áras á hæstv. forsrh., sem hefir sýnt það oftsinnis, að hann vill halda uppi réttlætinu. Ég skal minna á eitt dæmi. Á þinginu 1919 notuðu nokkrir þm sérstaka aðstöðu, er þeir höfðu sem þm., til að auðga sið á síld, er þeir keyptu og seldu svo með ágóða kjósendum sínum. Hæstv. forsrh., sem þá var ritstjóri Tímans, tók svo hart á þessu í blaði sínu, að samkynja hneyksli hefir ekki gerzt síðan. svo menn viti.

Ég skal svo láta útrætt um þetta atriði. En þegar við þá fjarstæðu bætist, sem það er að breyta þessu formi eða tilhögun, þakklæti andstæðinganna, sem engar umbætur vilja, þá veit ég varla, hvort ástæða er fyrir hv. flm. till. að vera neitt sérlega hrifinn af henni.

Þá vil ég víkja að brtt. hv. 1. landsk. Hann sagði, að ef svo væri ákveðið, að hæstiréttur væri lagður niður, þá væri óvandari eftirleikurinn. Hv. þm. á víst við það, að hann geti þá aftur komið á flokksdómstóli, ef honum tekst að vinna þingmeirihluta. Þessi röksemd hv. þm. hefði nú alveg eins getað átt við 1919, þegar landsyfirrétturinn var lagður alveg brotalaust niður, en hann var þá æðsti dómstóll hér á landi. Það hefði alveg eins mátt breyta l. um hann og skapa þar með hæstarétt. Sömu dómarar heldu þar áfram sömu vinnubrögðum. Þar var ekki um eins mikla breyt. að ræða eins og hér er lögð til. Það virtist vera auðvelt að orða það svo, er hæstiréttur Dana hætti að dæma í íslenzkum málum, að yfirréttur breyttist í Hæstarétt, og ef vel hefði átt að gera, þá mátti setja ákvæði um það, að yfirréttardómararnir gengju inn í hæstarétt sem dómarar. Þetta gerði þó Jón heit. Magnússon ekki. Hann vissi sem var, að honum var auðvelt að taka pólitíska samherja sína inn í réttinn og gerði það líka.

Annars álít ég, að búið sé að fella hér við 2. umr. brtt., sem gengur í sömu átt og þessi, að hæstiréttur verði ekki lagður niður. Ég sé því ekki, að hægt sé að samþ. þessa till., enda er ekki hægt að hafa þetta öðruvísi en er í frv., þegar nýr dómstóll er myndaður. En á þessari till. hv. 1. landsk. sest, og það styður skoðun hv. 2. þm. Árn., þá, að um flokksdómstól sé að ræða, að íhaldsmenn gera sem þeir geta, til að tryggja það, að sömu dómarar haldi áfram, eins og engir aðrir en þeir væru færir til að gegna dómarastörfum. En að vísu vita allir það, að það hefir þýðingu fyrir flokk þeirra, að sömu menn sitji í dómarasætunum. Ég skal nefna eitt mál, er sýnir þetta: Bankar þeir hér í bæ, sem lána út á óveiddan fisk, hafa höfðað mál gegn fiskfirma einu hér í bæ og krefja það um endurgreiðslu á um 300 þús. kr., sem er andvirði fiskjar, er firmað tók upp í skuld, en fiskurinn var veðsettur bönkunum. Nú er það sannað, að því er svo varið, að maðurinn, sem lét af hendi veðsetta fiskinn til firmans, hefir verið dæmdur fyrir svik og sá dómur staðfestur af Hæstarétti. En hér er um það að ræða, hvort firma það, er fiskinn tók upp í skuldina, hafi vitað um veðsetningu hans. Hníga öll rök að því, að svo hafi verið, og sömuleiðis framburður þess, er fiskinn afhenti og dæmdur var. Skuld mannsins við firmað var eldri en lán þau, 300 þús. kr., er bankarnir höfðu veitt út á væntanlegan afla. En firmað lét hirða fiskinn jafnóðum og hann veiddist og an þess að bankinn vissi, að um greiðslu á skuld væri að ræða. Allir, sem til þessa máls þekkja, munu hafa ákveðna skoðun um það og álíta, að bankarnir eigi að fá þessa upphæð. En hinsvegar mun nú þegar, áður en málið er tekið í dóm, vera komin fram ákveðin skoðun um það í hæstarétti, og er hún á þá leið, að bankarnir eigi að tapa þessu fé. Þetta firma, sem hér á hlut að máli, er eitthvert stærsta íhaldsfirma hér í bænum og traustasta vígi þess flokks. Hv. 1. landsk. skilur það líka vel og er ánægður með það, að hæstiréttur sé sem beztur sínum flokksmönnum. Ég hygg, að ekki verði varizt þeirri hugsun, ef mál þetta verður dæmt svo sem búizt er við, en er gegn skoðun allra þeirra, er hafa kynnt sér málið, að dómararnir sett of slitnir orðnir og gamlir. Hitt má og kannske nokkru um ráða, ef satt er, að einn dómarinn taki trúanlegar þær leiðbeiningar, er honum berast úr öðrum heimi, og byggi dóma sína á þeim, jafnhliða því, sem hann vill breyta sögu liðinna tíma og endurskrifa hana eftir því, sem andarnir mæla fyrir. Þarf þá eigi að undra, þó ágreiningur komi upp á milli dóma hans og réttarmeðvitundar borgaranna í landinu.

Hv. 1. landsk. sagði, að af þessu frv. hefðu verið sniðnir verstu agnúarnir. Ég man ekki eftir nema tvennu, sem breytt hefir verið og máli skiptir. Annað er skilyrðið gagnvart aldri dómaranna, að þeir gætu hætt er þeir væru orðnir 60 ára. Því var breytt af sparnaðarástæðum, en ekki vegna þess, að það skapaði meira réttaröryggi. Hitt var það, að ekki var beinlínis sagt, að núv. dómarar skyldu taka sæti í dómnum. En ekkert sýnir betur, að stj. hefir eingöngu haldið sig við aðalefni frv., en að þetta hefir verið tekið til greina. Það er frekar, að vansmíð hafi komizt inn í frv. hér í þessari hv. d. En væntanlega sníður hv. Nd. þau af aftur.

Ég vil segja út af brtt. hv. 1. landsk., sérstaklega þeirri síðari, að þær munu verða óvinsælar víða úti um land. Ég get t. d. sagt frá þeirri staðreynd, að flokksbræður okkar hv. 3. landsk. í Húnavatnssýslu telja, að frv. hafi ekki tekið hér breyt. til bóta. Ég álít, að með frv. fáist sómasamleg lausn á þessu máli, þótt betri mætti vera. En ég held, að hv. l. landsk. reikni ekki með því, hvað það kostar að stöðva svona mál. Það er alveg víst, að þjóðin vill hafa æðsta dómstól sinn í nútímaformi, eins og annað það, sem umbætt hefir verið á síðustu árum. Hv. 1. landsk. og flokkur hans hafa að vísu staðið á móti ollum slíkum umbótum, en borgarar landsins hafa heimtað þær umbætur og eru yfirleitt ánægðir með þær, sem fengizt hafa.