20.02.1932
Efri deild: 6. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 992 í C-deild Alþingistíðinda. (3991)

20. mál, einkasala á áfengi

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Svo sem hv. þdm. mun reka minni til, þá var nokkurt umtal um það á sumarþinginu síðasta, hvort ekki væri ástæða til að hækka toll á áfengi að nokkrum mun. Þetta varð þó ekki útrætt. En sú skoðun virtist nokkuð almenn, að rétt væri, að ríkissjóður fengi nokkurn aukinn hagnað af innflutningi áfengis. En jafnframt kom og fram, að réttara mundi vera að sníða tekjur ríkissjóðs af víninu með hreyfanlegri álagningu. Samkv. þeim vilja voru svo gefin út bráðabirgðálög snemma í vetur. Þau hafa þó enn eigi verið notuð. Verzlunarástandið hefir breytzt svo mjög í heiminum, að ekki þótti rétt að nota lögin fyrr en þing kæmi saman og fengi tækifæri til að láta í ljós álit sitt. Ég mun þó eigi ræða það nánar að sinni. Óska aðeins, að því, að umr. lokinni, verði vísað til hv.