15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 923 í B-deild Alþingistíðinda. (474)

7. mál, lax- og silungsveiði

Bjarni Ásgeirsson:

Ég verð að segja, að það er meira kapp lagt á þetta mál, að koma því af, en mörg stórmál, sem hér hafa nýlega legið fyrir og tekin hafa verið svo seint á dagskrá, að þau hafa ekki fengið afgreiðslu. Þó að landbn. haft verið lengi með þetta mál, þá hefir henni samt ekki gefizt kostur á að athuga ýmislegt. Þarf það ekki að kosta vonzku, þó að við förum fram á þessa frestun. Hefir það verið gert um flest þau mál, sem líkt stóð á um. Held ég fast við það, að landbn. fái að segja álit sitt.