20.04.1932
Efri deild: 56. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1041 í B-deild Alþingistíðinda. (605)

13. mál, vegur frá Lækjarbotnum austur í Ölfus

Halldór Steinsson:

Ég hefi skrifað undir nál. samgmn. með fyrirvara. Hér á að ákveða með lögum, að leggja skuli nýjan veg, sem vegamálastjóri telur, að muni kosta um 2 milljónir. Ég lit svo a, að ekki sé rétt að ákveða þetta ná þegar með lögum, sérstaklega þar sem ennfremur er ákveðið í frv., að gamla veginum skuli haldið við eftir sem áður.

Vitanlega er nú ekkert fé fyrir hendi til þess að leggja í slíka vegagerð, og ég er yfirleitt andvígur þeirri stefnu, sem nú er farið að brydda á hér í þinginu, að lög leiða fjárútlat langt fram í tímann, sem svo kannske ekki er hægt að greiða, þegar sá tími kemur. Af slíkum frv. má nefna t. d. frv. um byggingu handa Háskóla Íslands. Það verður ekki til annars en að koma hringli á alla löggjöfina, ef það, sem á að koma til framkvæmda um 1940, er ákveðið strax 1932, og þegar til framkvæmdanna á að koma, er kannske ekkert fé til, svo að hægt sé að framfylgja lögunum, og þá verður auðvitað að breyta þeim. Af þessum ástæðum skrifaði ég undir nál. með fyrirvara; ég tel alls ekki tímabært að ákveða með lögum svona dýra vegi, þegar ekkert fé er fyrir hendi til þess að framkvæma byggingu þeirra.