13.04.1932
Neðri deild: 50. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1206 í B-deild Alþingistíðinda. (793)

11. mál, skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands

Frsm. (Bergur Jónsson):

Sjútvn. hefir orðið sammála um að leggja það til, að frv. þetta yrði samþ., en einn nm., hv. þm. Ak., hefir skrifað undir nál. með fyrirvara, sem er í því fólginn, að hann vildi koma inn í frv. nýju ákvæði, sem við hinir nm. vorum mótfallnir, því að okkar álit var, að það ætti að koma fram í sérstöku frv., eins og nú hefir þegar verið gert. Frv. það, er hér liggur fyrir, er samhlj. bráðabirgðalögunum um afnam Síldareinkasölunnar frá í des. síðastl., þar sem ákveðið er að taka bú Síldareinkasölunnar til skiptameðferðar. Hæstv. atvmrh. hefir áður undir umr. málsins gert grein fyrir ástæðum þeim, er lágu til grundvallar fyrir því, að ekki áleizt rétt að halda fyrirtækinu áfram, an þess að sérstakar ráðstafanir væru gerðar til þess, að einstakir skuldunautar gætu ekki fengið ívilnanir fram yfir aðra, þ. á m. fram yfir ríkissjóð, sem á miklar kröfur á hendur einkasölunni og stendur í allmiklum ábyrgðum fyrir skuldum hennar.