12.04.1932
Neðri deild: 49. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1300 í B-deild Alþingistíðinda. (913)

21. mál, geðveikrahæli

Pétur Ottesen:

Með þessum skilningi á brtt. á þskj. 349 býst ég við, að við flm. brtt. á þskj. 326 getum orðið við þeim tilmælum að taka hana aftur og greiða atkv. með brtt. hv. þm. Ísaf. Þó vil ég benda á, að varasamt gæti verið að þröngva sjúklingi til þess að fara af spítalanum, ef hann ekki með góðu móti vildi fara sjálfur, því að vel mætti svo fara, þótt nokkra bót hefði hann fengið á heilsu sinni, að bráðlega sækti í sama horf um heilsufar hans. Þess er að vænta, að læknar spítalans hafi hliðsjón af þessu, þegar þeir ákveða um burtför sjúklings af spítalanum.

Að öðru leyti býst ég við, að við séum sammála, því að það, sem fyrir mér og hv. 1. þm. Árn. vakti, var að tryggja það, að sjúklingar þeir, sem nú eru á spítölunum og ekki eru orðnir albata, verði eigi reknir burt, eða hærra daggjald tekið með þeim en kr. 1,50 eins og nú er.