16.04.1932
Neðri deild: 53. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 368 í B-deild Alþingistíðinda. (99)

1. mál, fjárlög 1933

Halldór Stefánsson:

ég vil gera grein fyrir nokkrum brtt., sem ég er við riðinn. Þær eru allar á þskj. 418.

Kem ég þá fyrst að IV. brtt., sem ég flyt ásamt þrem hv. þm. öðrum, um að lækka framlag til Holtavörðuheiðarvegar úr 50 þús. kr. í 20 þús. kr. Þessi brtt. stendur svo í sambandi við aðra till. á sama þskj., þar sem gert er ráð fyrir, að því sem lækkunin nemur, eða 30 hús., verði varið til fimm vega annarsstaðar. Till. mætast að því leyti, að þær valda engri hækkun á fjárl.frv., þótt samþ. yrðu. Þessar brtt. voru bornar fram við 2. umr., en voru þá teknar aftur eftir ósk fjvn., sem nú hefir tekið upp sumt af þeim.

Aðalástæðan fyrir þessum tveim brtt. er sú, að við flm. álitum, að þar sem svo litlu fé er varið til vegamála nú, beri fremur að verja því til vega, sem liggja eftir byggðum og menn þurfa að flytja nauðsynjar sínar eftir, en til heiðavega, sem þó eru þegar orðnir bilfærir. Þessi skoðanamismunur var ræddur allýtarlega við 2. umr., og mun ég því ekki fara nánar út í hann. Ég sé, að hv. þm. N.-Þ. hefir borið fram brtt., um að 30 þús. kr. verði varið til Holtavörðuheiðarvegar. Ef sú till. yrði samþ. og till. okkar líka, leiddi það til 10 þús. kr. hækkunar á vegafénu, og ana segja, að slíkt væri ekki frágangssök, ekki meira fé en veitt er til vega nú. En eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja um Holtavörðuheiðarveg, má ætla, að með 30 þús. kr. væri hægt á næsta sumri að ljúka þar vegagerð yfir þann kafla, sem nú er verstur. Því er brtt. hv. þm. N.-Þ. skynsamleg, ef taka á svo mikið tillit til heiðarvega á þessum tímum, sem ýmsir vilja.

Þá flyt ég ásamt hv. 1. hm. S.-M. brtt. um 2000 kr. viðbótarstyrk til laxastiga í Lagarfljót, eða 1000 kr. til vara. Þingið hefir veitt styrk til þessa fyrirtækis, og var stiginn gerður síðastl. sumar. Hann er stærsta mannvirki af þeirri tegund á landi hér og kostaði nál. 2 þús. kr. meira en ætlað var. Þessi viðbót, sem hér er farið fram á, er ætluð til að jafna þann mismun. Fyrirtækið er stórfelld tilraun um það, hvort hægt sé að koma upp laxveiði í þessu stóra héraði. Er álit fróðra manna í þeim efnum, að slíkt megi takast, jafnvel í stórum stíl, en þó er það enn von, en ekki vissa. En hvernig sem fer, verða engar tekjur af þessu fyrir héraðsbúa um langan aldur, en kostnaðurinn hinsvegar allþungbær, einkum ef það fæst eigi greitt úr ríkissjóði, a. m. k. hlutfallslega, sem fór fram yfir áætlun. Liggur fyrir erindi frá Búnaðarsambandi Austurlands, þar sem farið er fram á viðbótar styrk þennan, og vænti ég, að þm. hafi kynnt sér málið og að hv. d. taki vel og sanngjarnlega í þessa till.

Loks flyt ég LII. brtt. á sama þskj., þess efnis að kaupa jörðina Miðhús í Gnúpverjahreppi af dr. Helga Péturss fyrir sjó þús. kr. Till. hefi ég borið fram samkv. erindi til þingsins frá Dr. Helga, sem fyrir liggur. Hann segir þetta fjárhagslega nauðsyn fyrir sig, en styður ekki beiðni sína með því, að þetta séu hagsýnileg kaup fyrir ríkissjóð, en bendir þó á, að þessi jörð geti af sérstökum ástæðum orðið verðmætari síðar en nú er hún. Um þær serstöku ástæður get ég ekki dæmt vegna ókunnugleika. En vitanlega vex hún að gildi eins og aðrar jarðir fyrir almenna framþróun. Ég ætla ekki að mæla frekar fyrir þessari till., en vil aðeins vekja athygli á því, að hér á í hlut stórmerkur fræði- og vísindamaður, og má vel vera, að hann eigi eftir frekar en enn er orðið að auka hroður vorn meðal fjölmennari þjóða. Væri þá vel farið, að við þyrftum ekki að naga okkur í handarbökin fyrir að hafa ekki nægilega sinnt þörf hans í lifanda lífi, eins og orðið hefir um suma afbragðsmenn okkar fyrr á tímum.