23.05.1933
Efri deild: 79. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1115 í B-deild Alþingistíðinda. (1227)

12. mál, skrifstofufé sýslumanna og bæjarfógeta

Frsm. (Pétur Magnússon):

N. hefir ekki athugað nógu vel afleiðingar slíkra ráðstafana, sem hv. 1. landsk. benti á, stórfelldar gengisbreytingar án tilsvarandi verðlagsbreytinga. Samt held ég, að engin veruleg hætta sé bundin við að lögfesta þetta. Færi svo, að miklar gengisbreyt. yrðu án verðlagsbreyt., gæti löggjafarvaldið bætt úr þessum ágalla. En sjálfsagt þótti að taka tillit til gengissveiflna, sem leiddu af sér verðlagsbreyt., í löggjöf sem þessari. En það er þó sjálfsagt, að n. athugi þetta atriði nánar til 3. umr.