31.05.1933
Neðri deild: 88. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1257 í B-deild Alþingistíðinda. (1306)

66. mál, lögreglumenn

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Það var ekki ég, sem byrjaði á því að tala um þessa till., sem flutt var í gær, það var hv. flm. sjálfur. Hann hefir nú viðurkennt, að hún hafi verið fjarstæða, en flutt í fullri alvöru. Hann um það. Ég skil ekki þennan orðaleik. En viðvíkjandi skipshöfnunum á varðskipunum, þá er það annað mál. Skipshafnir varðskipanna eru nú þegar lögregla á sjónum og hljóta þess vegna alltaf að vera lögregla.