17.03.1933
Neðri deild: 27. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1712 í B-deild Alþingistíðinda. (2054)

107. mál, happdrætti fyrir Ísland

Frsm. (Magnús Jónsson):

Ég skal ekki gera þetta að neinu kappsmáli, en hinsvegar er hér ekki um að ræða venjulegt fjárhagsmál. Hér er ekki að ræða um ríkisskatt eða eftirgjöf á nokkrum þeim skatti, sem nú er. Það, sem tekið er fram í 4. gr., er, að vinningar, sem falla mönnum til í happdrættinu, skuli ekki vera taldir með við útreikning tekjuskatts og aukaútsvars. Annars skal ég ekki gera það að neinu kappsmáli, hvort málið fer til fjhn. eða ekki.