02.06.1933
Sameinað þing: 9. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 178 í D-deild Alþingistíðinda. (2344)

202. mál, viðskiptamál og verzlunar- og siglingasamninga milli Íslands og Noregs

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Þetta þing hefir samþ. þennan samning milli Íslands og Noregs. Einkennilegt væri, ef sama þing gerði samþykkt um að segja honum upp nú þegar, áður en reynsla er komin um það, hversu hann gefst. Ég held, að rétt sé að bíða þeirrar reynslu og láta svo stj. mynda sér skoðun um, hvort segja bæri samningnum upp. Það færi þá eftir þeirri reynslu og svo útflutningshorfum á kjötinu.