02.06.1933
Sameinað þing: 9. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 338 í D-deild Alþingistíðinda. (2460)

199. mál, réttur alþingismanna til að athuga fylgiskjöl með reikningum ríkisins

Jón Þorláksson [óyfirl.]:

Ég vil taka það fram út af síðustu ummælum hv. 2. þm. Reykv., að mér er kunnugt um, að menn hafa verið reknir úr verkalýðsfélögunum og tilraunir gerðar til þess að hindra þá í að fá vinnu, án þess að þeir hefðu nokkuð aðhafzt, sem kom í bága við samþykktir félaganna eða lög, heldur fyrir það eitt, að þeir gengu í varalögregluna. (HV: Var það ekki brot á samþykktum, og kemur það annars málinu nokkuð við?).