07.04.1933
Neðri deild: 47. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í C-deild Alþingistíðinda. (3374)

53. mál, lífeyrissjóður ljósmæðra

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Fjhn. hefir haft þetta mál til meðferðar, og fyrir nokkuð löngu skilaði hún áliti um það. N. mælir ekki með því, að frv. verði samþ. að þessu sinni. En eins og sjá má af nál., er það þó ekki af þeirri ástæðu, að n. sé ósammála þeirri stefnu, sem fram kemur í frv. Þvert á móti lítur hún svo á, að slík sjóðsstofnun, sem fram á er farið í frv., sé nauðsynleg, og að gjarnan mætti taka til athugunar, hvort ekki væri rétt að gera hlutverk sjóðsins víðtækara en frv. gerir ráð fyrir, þannig, að hann yrði jafnframt fyrir hjúkrunarkonur. En að n. sér sér ekki fært að mæla með því, að frv. verði samþ. nú, er vegna þess, að hún telur það tæplega nógu vel undirbúið til þess að verða að l. nú að þessu sinni. Og það, sem n. þótti sérstaklega skorta á nægan undirbúning, var, að sú áætlun um útgjöld sjóðsins, sem fylgir áreinargerð frv., væri nægilega ljós og rökstudd. Getur n. ekki séð, að þessi áætlun gefi neina verulega tryggingu fyrir því, að sjóðurinn mundi standast þau útgjöld, sem ætlazt er til, að hvíldu á honum samkv. 12. gr. frv. Að vísu er svo ákveðið í frv., að ríkissjóður ábyrgist skuldbindingar sjóðsins, og þar af leiðandi ættu greiðslur úr honum að vera tryggðar. En n. verður að leggja áherzlu á það, að það liggi nokkurn veginn ljóst fyrir, hve þungum bagga fyrir ríkissjóð megi búast við af þessari ábyrgð. Ennfremur lítur n. svo á, að um þennan sjóð ættu að gilda svipuð ákvæði eins og eru um lífeyrissjóð barnakennara. Frá því er allmikið vikið í frv., og telur n., að rétt væri að samræma þau ákvæði. Sem sagt telur n. þörf á rækilegri undirbúningi í þessu máli. Lítur hún svo á, að stjórnin standi bezt að vígi til að framkvæma þann undirbúning. Ég get búizt við því, að flm. segi, að nefndin sjálf hafi ekki verið of góð til þess; það sé ekki meira en megi ætla henni. En til þessarar n. berast mörg mál, og n. sá tæplega fram á, að hún gæti varið nægum tíma til þessa máls, ef ganga hefði átt þannig frá því, að rétt hefði verið að gera það að l. nú. Þess, vegna leggur n. til, að frv. verði afgr. með þeirri rökst. dagskrá, sem prentuð er á þskj. 176, þar sem skorað er á stj. að athuga málið og undirbúa fyrir næsta þing. Það hefir stundum verið sagt, að það væri viss aðferð til að drepa mál, að vísa þeim þannig til stj., en n. vill leggja áherzlu á, að þessa dagskrártill. hennar eigi fremur að skilja sem þáltill. um að þetta verk skuli gerast. Það er algengt í upphafi mála á Alþ., að borin er fram þáltill. um, að stj. taki mál til athugunar og undirbúnings. Og í dagskrártill. n. felst bein áskorun til stj. um að vinna þetta verk.

Ég þykist ekki þurfa að fara nánar út í þetta. Þar sem till. n. fer í þessa átt, þýðir ekki að fara að ræða einstök atriði frv.