05.05.1933
Neðri deild: 66. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2154 í B-deild Alþingistíðinda. (3388)

167. mál, kreppulánasjóð

Jóhann Jósefsson [óyfirl.]:

Ég hafði hugsað mér að greiða atkv. með brtt. hv. þm. Seyðf. og þeirra 2 þm. annara, á þskj. 539, sérstaklega við 21. gr., nefnilega um það, hvaða smáútgerðarmenn, sem hafa aðalatvinnu sína af eigin útgerð, iðnaðarmenn, sjómenn og verkamenn, kæmust undir ákvæði þessara 1. með hliðstæðum skilyrðum og bændur.

Nú heyri ég, að hv. 1. flm. lýsir yfir því, að hann ætli að taka þessa till. aftur til 3. umr. í þeirri von, að n. sjái sér fært að taka þessa grein til meðferðar á milli umr. Ég skal strax taka það fram, að ég er hugmynd þessari, sem felst í till. frá þessum andflokksmönnum mínum, samþykkur. Og ég vænti þess, að kreppunefnd reyni að sýna ýtrustu sanngirni í þessu efni gagnvart þörf þeirra manna, sem um ræðir í brtt.