01.06.1933
Efri deild: 86. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2482 í B-deild Alþingistíðinda. (4040)

127. mál, varnarþing og stefnufrest í víxilmálum

Pétur Magnússon:

Í gildandi l. er heimilað að höfða víxilmál fyrir gestarétti í þeirri þinghá, þar sem víxillinn á að greiðast. Í þessu frv. er heimildin felld burt, en að vísu látið standa, að stefnufrestur þurfi ekki að vera lengri en í gestaréttarmálum. Það er talið nokkurt réttarfarslegt hagræði að heimila að reka mál fyrir gestarétti, og auk þess gerir það málsmeðferð nokkru greiðari, þar sem ekki einungis stefnufrestur er styttri, heldur líka aðfararfrestur í þeim málum, sem rekin eru fyrir gestarétti, heldur en fyrir bæjarþingi eða manntalsþingi. Ég get ekki séð fyrir mitt leyti, að nein ástæða sé til að breyta til í þessu efni. Því að vitanlega er tilætlunin sú, að öll málsmeðferð vígilmála sé hin greiðasta sem nokkur kostur er á.

Ég vil því leyfa mér að flytja þá brtt., að á eftir orðinu „sækja“ í 1. gr. komi: fyrir gestarétti.