30.05.1933
Neðri deild: 87. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í B-deild Alþingistíðinda. (407)

1. mál, fjárlög 1934

Bernharð Stefánsson:

Ég var ekki hér inni í d., þegar hv. þm. V.-Húnv. hélt síðustu ræðu sína, en mér er skýrt frá því, að hann hafi nú fundið tunnuverksmiðjunni á Siglufirði það aðallega til foráttu, að aðeins kommúnistar fyrirfinnist í þeim félagsskap. Þó það komi ekki málinu við, hvaða skoðanir þessir menn hafa, þá vil ég geta þess, að þetta er ekki rétt. Í félagi þessu eru menn úr öllum stjórnmálaflokkum, og félagið ekki að nokkru leyti pólitískt félag.