17.05.1933
Neðri deild: 76. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 601 í B-deild Alþingistíðinda. (430)

192. mál, fjáraukalög 1932

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Út af þessum lið um viðbót við skrifstofukostnað bæjarfógetans á Seyðisfirði vil ég segja nokkur orð.

Ég vil upplýsa, að ég hefi ekki borgað þetta, heldur fyrirrennari minn, en ég veit, að aths. við þennan lið, um að greiðslan sé innt af hendi vegna þess, að bæjarfógetinn hafði til meðferðar mörg og umfangsmikil þrotabú á árinu 1931—1932, er rétt. Ég skal ekkert um það dæma. hvort nauðsyn hafi verið til aukins skrifstofukostnaðar vegna þessa. En um hitt efast ég ekki, að starfið hefir verið umfangsmikið, en aftur á móti líklegt, að nokkrar tekjur hafi bæjarfógeti fengið af sumum þeirra.