11.11.1933
Neðri deild: 7. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í B-deild Alþingistíðinda. (108)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Frsm. (Eysteinn Jónsson):

Út af ræðu hv. þm. V.-Húnv. vil ég taka það fram, að ég er síður en svo ánægður með sum ákvæði frv. — En eftir samkomulag það, sem varð um þetta mál á síðasta þingi, þykir mér þó ekki vert að koma fram með till., sem miða að því að taka upp deiluna á sama grundvelli og áður var. Ég vildi því ekki skerast úr leik um það samkomulag, sem orðið var um þetta mál, þótt ég hefði haft persónulega löngun til að frv. þetta hefði orðið öðruvísi, enda mundi það hafa komið í ljós, ef ég hefði átt setu á síðasta þingi.