04.12.1933
Neðri deild: 25. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í D-deild Alþingistíðinda. (1338)

77. mál, dýrtíðaruppbót

Finnur Jónsson:

Hv. þm. A.-Húnv. sagði, að framleiðendur hefðu ekki 100 kr. kaup á mánuði. Einmitt þess vegna hefir þingið orðið að semja og setja kreppulöggjöfina. En vill hv. þm., að Alþingi þurfi líka að setja kreppulöggjöf fyrir opinbera starfsmenn sína? Hann spyr um það, hvers vegna fjöldi manna sæki um opinberar stöður. Ég svara honum með því að benda honum á, að atvinnuleysi ríkir í landinu. Ég vænti, að það sé honum kunnugt og að hann þurfi ekki frekara svar.