21.11.1933
Neðri deild: 15. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í B-deild Alþingistíðinda. (150)

2. mál, kosningar til Alþingis

Héðinn Valdimarsson:

Hv. þm. V.-Húnv. er alltaf að vitna í umr. frá síðasta þingi. Það stendur nú svo á, að þær hafa ekki verið prentaðar enn, hvaðan sem hann hefir þær.

Það vita allir, að kosningalög þarf að setja, og er því ekkert merkilegt, þó hv. þm. Str. segði, að nánar þyrfti að taka fram í kosningalögum, hvernig haga skyldi stillingu á landslista. Um það er ekkert verið að deila, heldur aðeins, hvernig þau ákvæði eiga að vera. Þau verða undir öllum kringumstæðum að byggjast á stjskr., og það, sem ég var að sýna fram á áðan, var aðeins það, að tilgangurinn með orðalagi stjskr. var sá, að í kosningalögum þeim, sem síðar yrðu samþ., væri höfð heimild fyrir flokkana til þess að stilla sjálfir mönnum á landslista. Það kann vel að vera, að hv. þm. V.-Húnv. telji sig ekki bundinn við það samkomulag, sem fulltrúar hans flokks gerðu um þetta efni í fyrra; ég veit ekki einu sinni, hvort hann er í Framsfl. lengur. En ég vænti, að aðrir hv. þm„ sem flokksbundnir eru, vilji standa við þá samninga, sem gerðir hafa verið.