15.11.1933
Neðri deild: 10. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 321 í D-deild Alþingistíðinda. (1939)

19. mál, kaup á húsi og lóð góðtemplara í Reykjavík og húsbyggingarstyrkur

Bjarni Ásgeirsson:

Ég verð að geta þess, að ég get tekið undir hvert einasta orð hv. hm. G.-K., sem hann viðhafði um stuna af þeim mönnum; sem hafa haft með höndum forustu góðtemplarareglunnar á undanförnum árum. Ef dæma ætti góðtemplararegluna eftir framkomu þeirra manna, þá ætti hún ekki skilið annað en kalda fyrirlitningu. En ég geri það alls ekki. Ég skil vel og kann að meta hugsjón hennar og það starf, sem eftir hana liggur í fortíðinni, þó hún sé í mestu niðurlægingu nú sem stendur. Kenni ég það áhrifum bannlaganna og því niðurlægingarástandi, sem af þeim hefir skapazt, og treysti ég því fyllilega, að þegar búið er að hreinsa þau í burt, komist reglan í sitt gamla og góða horf og verði þess megnug að inna af hendi svipað starf og hún orkaði í fortíðinni. Í þeirri von ætla ég að ljá henni mitt lið með því að greiða atkv. með þáltill., sem hér liggur fyrir.