30.11.1933
Neðri deild: 23. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 376 í D-deild Alþingistíðinda. (1991)

19. mál, kaup á húsi og lóð góðtemplara í Reykjavík og húsbyggingarstyrkur

Pétur Ottesen:

þessi síðasta ræða hv. þm. V.-Húnv. er víst ekki nema hæfilegur og viðeigandi stimpill á þá andstöðu alla og fjandskap, sem fram hefir komið gegn þeim stuðningi við bindindisstarfsemina í landinu, sem í þessari þáltill. felst. Ég ætla og, að honum sé bezt svarað með því að minna á vísuhelming eftir Bólu-Hjálmar, og hann er svona:

„Svívirðingu í sárin skeit

sálin húsfreyjunnar.“

(Forseti hringir).