06.12.1933
Neðri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í B-deild Alþingistíðinda. (236)

2. mál, kosningar til Alþingis

Hannes Jónsson:

Það er kominn nokkur hiti í þessar umr. og mér þykir gaman, að svo skuli vera einmitt um þetta mál, því að ég varð fyrir því í fyrra að vera neitað um tveggja stunda frest, þegar verið var að afgr. sjálfa stjskr. og bornar voru fram stórfelldar brtt. án þess að þm. hefðu nokkuð um þær vitað. Þá voru allir sammála um að neita um fundarhlé. Nú er þó ekki nema um kosningalögin að ræða. En þá er allt annað uppi á teningnum. Nú eru látin dynja þung högg og stór út af því, hvort haldið skuli áfram eða gera verkfall. Það er gott, að fleiri fái að komast í þessi spor en ég. Annars skal ég stinga upp á ráði til samkomulags í þessu efni, ef nú á að fara að fresta fundi, og það er, að hæstv. forseti úrskurði, að bæði hv. 1. þm. S.-M. og hv. þm. G.-K. verði veikir á morgun.