08.12.1933
Efri deild: 29. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 296 í B-deild Alþingistíðinda. (268)

2. mál, kosningar til Alþingis

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Ég ætla aðeins að segja fáein orð út af brtt. meiri hluta n. Það er auðsætt, að sumar af þeim eru ekki nauðsynlegar og alls ekki afleiðingar af breytingum í Nd., eins og t. d. 1. brtt., við 11. gr., og í 2. brtt, við 32. gr., er víst prentvilla, því þar mun eiga að standa síðari málsl. síðari málsgr. Ég held, að engin vandræði hefðu orðið með þetta, þó að frv. þetta væri að þessu leyti óbreytt. Ég legg áherzlu á það, að ekki verði farið að tefja þingið með miklum umr. um þetta hér eftir, því það er séð, að það eru ráðin örlög þessa máls, og dugir engum um það að fást.

Út af orðum hv. 2. landsk. og hv. 1. landsk. um, að þær kröfur, sem gerðar eru til landskjörslista, séu stjórnarskrárbrot, vil ég lýsa því yfir, að ég er á þveröfugri skoðun. Ég er sannfærður um, að frv. eins og það er er í fullu samræmi við ákvæði stjskr., enda hefir hv. þm. N.-Ísf., sem var í n. í Nd., viðurkennt það með þeim brtt., sem hann var með í að bera fram í Nd. við eina umr. þar, því það er ekki nema stigmunur á því, sem nú er í frv., og því, sem hann gekk þar inn á. Og þó hann hafi lýst því yfir, að hann hafi gert það nauðugur, þá getur það ekki skilizt þannig, að hann hafi samþ. stjórnarskárbrot, heldur þannig, að hann hafi kosið fremur, að hér að lútandi ákvæði væru á annan veg. Þess vegna er hv. 2. landsk. á mótsettri skoðun við

flokksbróður sinn (VJ), eins og ég að því er snertir hv. 1. landsk. En það er auðséð, að það er skoðun meiri hl. þingsins, að frv. sé í fullu samræmi við stjskr. eins og það er, og ég vil endurtaka það, að ég er sannfærður um, að það er ekki nokkurt brot á stjskr. Þetta sýnist mér öllum hljóta að vera auðsætt, sem athuga það rólega, því að í stjskr. er aðeins sett fram minnsta krafa, og það þýðir að hægt sé að gera frekari kröfur í kosningalögum.