07.12.1933
Neðri deild: 28. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 511 í B-deild Alþingistíðinda. (771)

73. mál, búfjárrækt

Bjarni Ásgeirsson:

Ég hefi skrifað með fyrirvara undir nál., og vil ég aðeins gera grein fyrir þeim fyrirvara. Það er sem sé þannig ástatt með þetta félag, að í þeirri reglugerð, sem það hefir lifað eftir hingað til og mun gera hér eftir, ef þetta verður samþ., er tekið fram, að í stað þess, eins og venja hefir verið, að skýrslur séu sendar til Búnaðarfél. Íslands, þá skuli þær sendar til sýslumannsins í viðkomandi sýslu, Rangárvallasýslu. Mér fannst þetta óviðkunnanlegt og útlátalítið fyrir félagið að senda skýrslur til Búnaðarfélagsins. En meðnm. mínir lögðu áherzlu á, að frv. yrði samþ. óbreytt, því annars væru líkur til, að það næði ekki fram að ganga, svo ég tók þann kostinn að leiða hjá mér að koma með sérstakt nál., en mun hinsvegar greiða atkv. á móti málinu.