23.10.1934
Neðri deild: 17. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 907 í B-deild Alþingistíðinda. (1101)

26. mál, vinnumiðlun

Forseti (JörB):

Að gefnu tilefni vil ég víkja að því, að það hefir verið föst þingvenja, að ræðumenn kenni þingmenn við kjördæmi sitt og víki máli sínu hver til annars með virðulegu ávarpi. Vænti ég, að hv. þm. haldi þessari venju, þó að þeim þykkni í skapi. (GÞ: Ég hefi eigi brotið þessa venju!). Nei, ég var ekki heldur að ávíta þennan hv. þm., heldur læt ég þessa getið út af orðaskiptum hans og hv. 2. þm. Reykv.