13.12.1934
Neðri deild: 58. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1454 í B-deild Alþingistíðinda. (1248)

29. mál, markaðs- og verðjöfnunarsjóður

Hannes Jónsson:

Það hefir verið svo mikið annríki undanfarið, að maður hefir naumast haft tíma til þess að athuga málin nákvæmlega og helzt ekki nema jafnóðum og þau koma fram. — Við 3. gr. frv. þessa hefi ég það að athuga, að mér sýnist stj. sjóðsins vera óþarflegu fyrirferðarmikil, og mætti rýra það að talsverðu leyti. Það er gert ráð fyrir 9 manna stjórn fyrir sjóðinn, og nær það ekki nokkurri átt, að slíkt fjölmenni sé nauðsynlegt til þess að hafa þetta starf á hendi. Í niðurlagi 3. gr. er ákveðið, að ráðh. ákveði þóknun til stjórnarmanna og starfstíma þeirra. Hér gæti því verið um sparnað að ræða, ef fækkað væri mönnunum. Í áframhaldi að þessu er svo ákveðið, að ráðh. skuli setja reglur um starfsemi sjóðsstjórnarinnar. Mér finnst meiri þörf fyrir að fá reglugerð um starfsemi sjóðsins, því að stj. sjóðsins á að haga sér eftir því, hvert er starfssvið sjóðsins sjálfs. Ég kann ekki við að hafa þetta ákvæði svona og hefi því borið fram skrifl. brtt. við gr. og vil leyfa mér að lesa hana hér upp, með leyfi hæstv. forseta: „Stjórn sjóðsins skipa 5 menn. Skulu 4 þeirra kosnir hlutfallskosningu af sameinuðu Alþingi, en atvmrh. skipar hinn fimmta, og er hann formaður. Ráðh. ákveður þóknun til stjórnarmanna og starfstíma þeirra og setur reglugerð um starfsemi sjóðsins.“