08.12.1934
Neðri deild: 54. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1175 í B-deild Alþingistíðinda. (1560)

19. mál, varnir gegn því að verða barnshafandi og fóstureyðingar

Jakob Möller:

Mér virðist þetta vera svo merkt mál, að það sé skylt að athuga það gaumgæfilega. Þar sem vitanlegt er, að einhverjar breyt. hafa verið gerðar á frv. í Ed., væri æskilegt a. m. k., að grein væri gerð fyrir því nokkur, hverjar þar breyt. eru. Þegar fundir eru haldnir í þessari hv. d. daga og nætur, eins og nú undanfarið hefir gert verið, þá er mjög óvíst, að hv. dm. hafi haft tíma til að kynna sér þessar breyt. á frv. Það er ekki víst, að hv. þdm. hafi fyllgzt svo vel með þessu máli, að þeir séu færir um að greiða atkv. um það að svo stöddu.

Ég legg til, að málinu verði vísað til allshn., og sé enga ástæðu til að óttast, að það muni valda hættu á því, að málið dagi uppi.