20.10.1934
Efri deild: 17. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1681 í B-deild Alþingistíðinda. (2125)

48. mál, löggilding verslunarstaða

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Fyrir hönd allshn. þarf ég eigi annað að segja en að vísa í nál. N. barst ósk um að taka í frv. löggildingu á Höfnum við Finnafjörð, og eftir að hafa kynnt sér málið taldi hún rétt að verða við þeim tilmælum. Ég sé, að í Nd. er fram komið frv. sama efnis, og væri því æskilegt, að málið fengi hér sem greiðasta afgreiðslu, svo að hægt væri að koma þessu í eitt frv. N. leggur til, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem í nál. greinir.