25.10.1934
Neðri deild: 19. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1759 í B-deild Alþingistíðinda. (2307)

44. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Finnur Jónsson:

Þessi brtt., sem hér liggur fyrir, mundi eyðileggja það vald, sem ráðh. er gefið með frv., um að láta kosningar fara fram, ef hann telur nauðsynlegt. Ég álít, að ráðh. verði að hafa þetta vald, eigi frv. að koma að tilætluðum notum, og verð því eindregið að mæla á móti því, að þessi brtt. verði samþ.