06.12.1934
Efri deild: 54. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2258 í B-deild Alþingistíðinda. (2885)

106. mál, vélgæsla á mótorskipum

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Á þskj. 658 er brtt. frá sjútvn. Hún er ekki annað en leiðrétting við l. um atvinnu við vélgæzlu á íslenzkum mótorskipum. Í núv. l. er miðað við 150 hestafla mótorvélar. Þetta var nauðsynlegt að færa til samræmis við frv., og er í því sambandi vitnað í l. nr. 43 frá 3. nóv. 1915, eins og sést á brtt. Þessi breyt. er í samræmi við þá breyt., sem þegar er búið að gera á þessum l., og þætti okkur vænt um, ef d. vildi samþ. brtt.