10.12.1934
Neðri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2330 í B-deild Alþingistíðinda. (3289)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Forseti (JörB):

Hv. þm. Borgf. hefir dálítið misskilið ósk frsm. Þetta voru aðeins tilmæli um, að tillögumenn tækju aftur brtt. sínar til 3. umr., til þess að hægt væri að hafa einfaldari og auðveldari afgreiðslu á málinu. vitaskuld hefir hver flm. fulla heimild til þess að halda sínum till. fram, svo að þær komi til atkv. þegar við þessa umr. Ég gat þess aðeins vegna þess, hve margar brtt. eru, og samgmn. hefir tekið sumar þeirra upp að nokkru leyti, sumar alveg og sumar till. eru alveg sérstæðar. Till. er því mismunandi auðvelt að taka til meðferðar. En hér er hver flm. sjálfráður um það, hvort hans brtt. koma til atkv.