28.11.1934
Neðri deild: 47. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2360 í B-deild Alþingistíðinda. (3453)

150. mál, fiskimálanefnd

Gísli Guðmundsson:

Ég vil aðeins geta þess í sambandi við þessar umr., að það eru fleiri dæmi þess, að mál, sem flutt eru af n., eru ekki látin fara til n. aftur. Ég vil taka t. d. frv. um skipulag á fólksflutningum á landi, sem meiri hl. samgmn. flutti fyrir tilmæli stj. Það kom fram ósk um það, að þessu máli væri vísað til n., en forseti taldi ekki, að það væri samkv. þingvenjum. Hinsvegar var það tekið fram, að n. athugaði málið, enda gerði hún það. Mér skilst, að eins sé ástatt um þessi tvö frv., og beri því eigi að vísa þessu frv., er hér liggur fyrir, til n.