18.10.1934
Neðri deild: 13. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2740 í B-deild Alþingistíðinda. (3875)

66. mál, fólksflutningar með fólksbifreiðum

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Ég hefi í raun og veru ekki miklu hér við að bæta. Ég þóttist heyra það á meðnm. mínum, hv. þm. V.-Sk., að hann muni vera frv. hlynntur, og þykir mér vænt um það.

Hæstv. forseti hefir það náttúrlega eins og hann telur í samnemi við gildandi reglur, hvort málinu verði vísað aftur til n. eða ekki. En ég vil mega vænta þess, að þó málinu verði ekki vísað til n., þá verði það þó rækilega athugað þar.