14.12.1934
Neðri deild: 59. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2568 í B-deild Alþingistíðinda. (3978)

76. mál, einkasala á bifreiðum o.fl.

Frsm. minni hl. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Ég vil gera örstutta grein fyrir brtt., sem minni hl. hefir flutt á þskj. 802. Það eru mest orðabreyt., sem bornar eru fram að tilhlutun rafmagnseftirlitsins og landssímastjóra. Þar var bent á það, að þess hefði ekki verið gætt nógu vel, að nota þau orð, sem höfð eru á þessum hlutum meðal fagmanna í þessum greinum, en við samningu frv. mun hafa verið farið eftir þeim orðum, sem standa í verzlunarskýrslum. Ég sé ekki ástæðu til að skýra þetta nánar. Þetta eru mest orðabreyt. T. d. í staðinn fyrir „rafmagnsmótorar“ koma rafhreyflar, í staðinn fyrir „rafmagnsvélar“ koma rafvélar o. s. frv. Sömuleiðis er lagt til, að inn í þessa gr. sé bætt orðinu „aðallega“, til þess að sýna, að upptalningin sé ekki tæmandi.

Ennfremur er lagt til að bæta við í upptalninguna nokkrum teg. af raftækjum, sem ekki standa í frv., sem bent hefir verið á af fróðum mönnum, að rétt væri að hafa í upptalningunni. Önnur brtt. við frv. stefnir að því sama og er í samræmi við aðalbrtt.

Hér er um enga efnisbreyt. að ræða, heldur aðeins orðabreyt., og sé ég því ekki ástæðu til að orðlengja frekar um málið.