10.11.1934
Neðri deild: 33. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 52 í C-deild Alþingistíðinda. (4091)

50. mál, ráðstafanir vegna fjárkreppunnar

Bjarni Ásgeirsson:

Ég veit ekki, hvort hv. þm. V.-Húnv. hefir nokkurntíma orðið var við það, að það getur verið svo, þó tveir séu í sama rúmi, að þá vaki annar en hinn sofi. Það hefir meira að segja komið fyrir hér í hv. d., að sumir hafa vakað en sumir sofið. Annars get ég sagt það, að hv. 2. þm. Reykv. er málið vel ljóst, og má því segja um hann í þessu efni, að hann lætur sem hann sofi, en samt mun hann vaka.