13.12.1934
Neðri deild: 58. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í C-deild Alþingistíðinda. (4158)

128. mál, Skuldaskilasjóður útgerðarmanna

Sigurður Kristjánsson:

Ég vil frábiðja mér grið. En ég fer fram á, að hv. þm. Ísaf. sé hér skoðaður sem sjúklingur. Ég held, að fyrir liggi sæmilegt læknisvottorð um, að hann sé ekki heilbrigður. Hann hefir einn þingmanna gert sig sekan um það að lesa hér upp á hæstv. Alþ. skrifuðu níðræðu, þar sem bornar eru slíkar sakir á nafngreindan mann, sem óumflýjanlega mundu leiða þann mann í tugthúsið, sem þau eru stíluð um, ef nokkur hæfa væri í þeim.