15.12.1934
Neðri deild: 60. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í C-deild Alþingistíðinda. (4377)

20. mál, ríkisútgáfa skólabóka

Bjarni Bjarnason:

Það var rétt hjá hv. 11. landsk., að ég hafði hugsað mér að tala í þessu máli, en afgreiðsla þess hefir gengið svo seint, að ég hafði hugsað mér að falla frá orðinu. Hann las upp kafla úr tveimur kennslubókum, sem áttu að sýna hlutdrægni þeirra í garð Sjálfstfl. Mér væri auðvelt, ef tími ynnist til, að sýna fram á kafla í þessum sömu kennslubókum, þar sem þær eru hlutdrægar í garð annara flokka en Sjálfstfl., ef litið væri á kennslubækur frá samskonar sjónarmiði eins og hv. 11. landsk. gerði. En ég ætla samt að sleppa því nú til þess að lengja ekki umr.