01.04.1935
Neðri deild: 42. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1103 í B-deild Alþingistíðinda. (1544)

115. mál, útflutningur vikurs

Frsm. (Emil Jónsson) [óyfirl.]:

Iðnn. flytur brtt. við þetta frv. á þskj. 328, þess efnis, að við 2. gr. frv. bætist: „þó er fjmrh. heimilt að lakka útflutningsgjaldið, ef leyfishafar færa sönnur á nauðsyn þess, til að framleiðslan geti borið sig fjárhagslega.“

Það er líklegt, eftir upplýsingum, sem n. hefir fengið, að ekki fáist nema 6—8 kr. fyrir tonnið af þessari vöru, þannig að útflutningsgjaldið, 50 au. af hverri smálest, sem ákveðið er í frv., nemur 7—8% af verði vörunnar, sem er tiltölulega mjög hátt borið saman við annað útflutningsgjald.

Þar sem upplýsingar benda til, að verðið á þessum vorum muni verða lágt, og allar líkur eru til, að einkaleyfishafar muni eiga í vök að verjast, þar sem þeir verða að leggja fram allmikinn stofnkostnað í byrjun til vélakaupa o. fl., er vafasamt, að þessi rekstur geti borið sig, a. m. k. til að byrja með. Iðnn. leggur því til, að fjmrh. sé heimilað að lækka útflutningsgjaldið, ef ástæður þykja til. M. ö. o., ef það sýnir sig, að útflutningsgjaldið veiki fyrirtækið, eða kunni jafnvel að ríða því að fullu, þá er þessi heimild til. Að öðrum kosti greiða leyfishafar hið tiltekna útflutningsgjald.