06.11.1935
Neðri deild: 66. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2441 í B-deild Alþingistíðinda. (158)

Þingfréttaflutningur í útvarpi

Forseti (JörB):

Ég býst við, að fréttamenn útvarpsins hafi jafnan reynt að vera hlutlausir í frásögnum sínum af störfum Alþingis, og tel ég þetta, er hæstv. atvmrh. sagði siðast, því til stuðnings, að fréttamaður hafi ekki viljað halla réttu máli. Það er að sjálfsögðu hárrétt, að fréttamönnum ber að segja hlutlaust frá, og það veit ég, að þeir, sem fréttir hafa sagt, hafa reynt að gera. Hafi þeim því orðið eitthvað annað á. hefir það áreiðanlega verið óviljaverk.