04.12.1935
Sameinað þing: 25. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 189 í B-deild Alþingistíðinda. (248)

1. mál, fjárlög 1936

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) [óyfirl.]:

Herra forseti! Ég kemst ekki til að svara öllu, sem ég kysi að svara, á þeim taplega 15 mínútum, sem ég hefi ætlað mér að tala.

Ég ætla að byrja á hæstv. síðasta ræðumanni. Hann minntist á raftækjasöluna. Til marks um hlutvendni hans er það, að hann nefnir sem dæmi um óeðlilegt samband einkasölunnar við AEG, að ákveðið hafi verið að kaupa af því firma vel dýrara verði en hún gat fengizt annarsstaðar. Það er gott, að þetta kemur fram, því að það upplýsir tvennt: óhlutvendni hv. þm. V.-Sk. og firru þeirra staðhæfinga hv. þm. V.-Húnv., að vanrækt hafi verið að halda viðskiptum vorum til Þýzkalands, til þess að tryggja bændum hinn þýzka markað fyrir afurðir sinnar. Þessi vel er einmitt keypt frá AEG, til þess að halda viðskiptunum til Þýzkalands, því að hitt tilboðið var ekki frá Þýzkalandi. Þetta flettir ofan af þeim báðum í senn, hv. þm. V.-Sk. og hv. þm. V.-Húnv.

Þá hélt hv. þm. V.-Sk. því fram, að vörur einkasölunnar hefðu hækkað um allt að 375% í verði. Ég hefi nú ekki handbærar tölur um þetta, en ég verð þó að segja, að þetta er að ljúga of ólíklega. Annars verður látin fara fram athugun á þessu á sínum tíma. Þetta er álíka og ef einhver segði: Ég gat á þessum stað fengið vasahníf fyrir krónu, en annarsstaðar kostaði hann 20 krónur. Ætli ekki hafi verið einhver munur á hnífunum?

Annars get ég upplýst það, að bifreiðar hafa ekki hækkað í verði í meðferð einkasölunnar. Mun forstjóri hennar síðar gera grein fyrir því.

Þá var hv. þm. V.-Húnv. að klifa á því, að ég færi ekki rétt með viðvíkjandi greiðslunum til Guðbrands Magnússonar. En Ásgeir Ásgeirsson hefir upplýst það, að Guðbrandi hafi á sínum tíma verið lofað uppbót á fundi fjvn. Alþingis. hér gegnir sama máli og um þóknunina til hv. þm. Rang., Péturs Magnússonar, sem var ákveðin á fundi þeirra Magnúsar Guðmundssonar, fyrrv. dómsmrh., og Ásgeirs Ásgeirssonar. En nú vill hv. þm. láta líta svo út, sem Guðbrandur Magnússon hafi sjálfur ákveðið handa sér þessa 6 þús. kr. þóknun.

Þá er aðalatriði þessara mála, greiðslujöfnuðurinn við útlönd og ummæli hv. þm. G.-K. í því sambandi. Það var reyndar rétt hjá þessum hv. þm., að aðalatriðið í fjármálum okkar er baráttan fyrir því að jafna viðskiptin við útlönd. En það er eftirtektarvert, hvernig hv. þm. tekur á málunum. Hann sér, hvernig allt þokast í áttina að þessu takmarki, eftir því sem tímar liða. við það fyllist hann og þeir stj.andstæðingar heift mikilli, af því að þeir geta ekki ráðizt á árangurinn, eins og hann liggur fyrir. Því eru tínd til ummæli, sem ég lét falla á þingi í fyrrahaust og í vor, og þau túlkuð sem fyrirheit um, að á árinu 1935 mundi nást fullur greiðslujöfnuður. En í þessu sambandi væri vert að athuga, hvort ekki hefði fallið hjá mér einhver ummæli um það, hve snemma þessu takmarki yrði náð og undir hvaða skilyrðum. Í orðakasti, sem ég átti við hv. 1. þm. Reykv. í Ed. í vor, sagði ég:

„Ef þessar ráðstafanir, þessi auknu tók á gjaldeyris- og innflutningsmálum, verða að því gagni, sem stj. vonast eftir, þá býst hún við, að eftir að framkvæmt hefir verið eftir þessum reglum í eitt ár, þá verði komið langt áleiðis í því að láta þennan greiðslujöfnuð standast á“.

Hér er sagt, að stj. vonist eftir greiðslujöfnuði í árslok 1935, ef allt gangi að óskum.

Nú má spyrja: Hvers vegna öll þessi ef? Vegna þess, að enginn dauðlegur maður getur sagt fyrir um þessi efni. hér verður að miða allt við útflutningsvörurnar, en ekki þann raunverulega útflutning. sem orðið hefir á ákveðnu liðnu tímabili.

Hv. þm. hefir farið um þetta mörgum orðum, en það er enn of snemmt fyrir hann að hlakka yfir 11 millj. kr. greiðsluhalla og 49 millj. kr. innflutningi. Hvorugt mun rætast, þegar málin verða gerð upp. Nú þegar hefir verið farinn fyrsti áfanginn á leiðinni að fullum greiðslujöfnuði, en það er raunar einungis byrjunin. Hvenær markinu verður náð, er ekki hægt að segja fyrir víst, því fylgja alltaf nokkur ef.

Í tilefni af gaspri hv. þm. G.-K. um, að núv. stjórnarflokkum hefði svo herfilega mistekizt hlutverk sitt, að þeim beri að láta af völdum, vil ég segja þetta: Á meðan miðar í áttina, er ekki ástæða til þess fyrir stjórnarflokkana að leggja árar í bát. Ég vil vera stórorðari en ég hefi áður verið við þessar umr. Ég vil segja, að það gengi sjálfsmorði næst, ef þjóðin færi nú að fela Sjálfstfl. völdin í landinu, með tilliti til fortíðar hans, með tilliti til þess, að hann bar ábyrgð á því, að ekki var hægt að ná tökum á þessum málum 1934, og þess, að hann hefir alltaf barizt gegn því, að innflutningshöftunum yrði beitt.

Þá er ég forviða á því, sem hv. þm. sagði um ríkissjóð. Nú er það orðið vítavert að dómi hans, að ríkissjóður er ekki mjög illa stæður fjárhagslega. Ég vil beina þeirra spurningu til hv. hlustenda, hvort þeir geti skilið, því hv. þm. sleppir sér svo, að hann ávítar stj. fyrir það, að fjárhagur ríkisins hefir batnað í hennar höndum. Það er af því, að hann skilur, að ef stj. tekst að bæta fjárhag þjóðarinnar, eyðist fylgi stjórnarflokkanna meira en með nokkru öðru móti. Þessi ótti gerir hv. þm. hamstola, og hann fer að tala eins og í óráði.

Ég hefi ekki vikið mjög að Bændafl. við þessar umr., en ég verð þó að minnast á hann lítillega. Það er grátbroslegt, þegar hv. 10. landsk. og hv. þm. V.-Húnv. eru að belgja sig upp með því, að Bændafl. sé sjálfstæður flokkur, sem hafi gengið sjálfstæður til kosninga og geti komið fram sjálfstæður til beggja handa. Þetta er broslegt, ef það er borið saman við ummæli húsbænda þeirra í Sjálfstfl. Ólafur Thors sagði í gær, að Magnús Torfason hefði verið kosinn u þing til þess að vinna á móti stj. Sýnir þetta, að Sjálfstfl. hefir talið sér Bændafl. strax, áður en til þings kom og stj. var mynduð. Annað, sem sannar þetta, eru orð hv. 1. þm. Reykv., er hann sagði í Ed., hérna um daginn. Hann fullyrti, að það hefði munað mjóu, að Sjálfstæðismenn hefðu komizt í meiri hl. Það hefði ekki munað öðru en hlutkestinu í Skagafirði. Þeir hika því ekki við að fullyrða, að Sjálfstfl. myndi hafa tekið völdin, ef Bændafl. hefði fengið betri aðstöðu á þingi. Það er því léleg meðferð, sem þessi vinnuhjú sæta hjá Sjálfstfl. Það minnsta, sem búast hefði mátt við, var, að hann hefði leyft þeim að koma fram sem sjálfstæður flokkur. Það hefir verið talin sjálfsögð regla hvarvetna að láta húsdýr sæta góðri meðferð. En Sjálfstfl. hefir jafnvel brotið þessa reglu og með því gert þá gagnslitla fyrir sjálfan sig.