09.12.1935
Neðri deild: 94. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1853 í B-deild Alþingistíðinda. (2829)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég ætla ekki að lengja umr. En út af því, sem hv. 3. þm. Reykv. sagði síðast, þá vil ég taka það fram, að þessi heimild, sem hann var að tala um, er í l., sem samþ. voru á fyrri hluta þessa þings um það, að á árinu 1936 megi innheimta tekju- og eignaskatt með 10% viðauka. Allt það, sem hv. þm. hefir sagt um vissa persónu, á ekki við í þessu sambandi.